Sunnudaginn 23. mars var annað mótið af fjórum haldið í Hraunkoti í samvinnu við FootJoy á Íslandi. Það er glæsilegir vinningar í boði frá FootJoy og Hraunkoti. Efstu sex sætin gefa vinning og aukaverðlaun veitt fyrir 20. sæti. Sigurvegarinn fær flotta skó frá FootJoy og einnig gefur FootJoy golfboli, húfur og hanska. Hraunkot gefur Gullkort og Platínukort. Um 60. manns púttuðu og aftur var frábært veður í Hraunkoti , eins og fyrir viku síðan 🙂  Úrslit urðu eftirfarandi:

 

 

1. sæti   Gísli Sveinbergsson           25 pútt (12-13)
2. sæti   Þór Breki Davíðsson          27 pútt (15-12)
3. sæti   Birgir Björn Magnússon    28 pútt (17-11)
4. sæti   Orri Bergmann                   28 pútt (14-14)
5. sæti   Helgi Snær Björgvinsson    28 pútt (14-14)
6. sæti   Ólafur Andri Davíðsson      28 pútt (14-14)
Aukaverðlaun fyrir 20. sæti  Þorbjörg Jónína Harðardóttir

Hraunkot og FootJoy þakkar öllum þeim sem tóku þátt fyrir og minnum á næsta mót sem verður haldið þann 30. mars frá 13:00 – 18:00.