Sunnudaginn 17. mars var haldið fyrsta púttmótið af fjórum sem verða haldinn í samvinnu við FootJoy. Vegleg verðlaun verða fyrir fyrstu sex sætin og einnig aukaverðlaun fyrir 20. sæti. 50 manns komu í Hraunkot á sunnudaginn og tóku þátt í fyrsta mótinu í blíðskaparveðri. Keppendur púttuðu 2 hringi og taldi betri hringurinn. Mótið byrjaði kl 13:00 og stóð til 18:00 og tókst vel.  Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti   Aron Atli Bergmann                    23 pútt (12-11)
2. sæti   Sigurður Ó Sumarliðasson       26 pútt (13-13)
3. sæti   Ragnar Pétur Hannesson         27 pútt (15-12)
4. sæti   Atli Már Grétarsson                    27 pútt (14-13)
5. sæti   Benedikt Árni Harðarsson        27 pútt (12-15)
6. sæti   Þór Breki Davíðsson                  28 pútt (16-12)

Aukaverðlaun fyrir 20. sæti hlaut svo Jakob Richter.

Vinningshafar geta vitjað vinninga í afgreiðslu Hraunkots. FootJoy og Hraunkot þakka þeim sem tóku þátt kærlega fyrir og við minnum á næsta mót sem verður 23. mars.