Við höfum ákveðið að lækka verðin í golfhermana okkar í vetur. Verðið fyrir klukkan 16:00 verður tíminn á 3000 krónur og eftir klukkan 16:00 er tíminn á 4000 krónur. Við bendum einnig á að það er hægt að spara enn meira með að kaupa Golfhermakort hjá okkur.

Þá er hægt að spara 10-30% með því að kaupa klippikort, kortin innihalda 12-18 eða 24 hálftíma skipti í golfhermana.

12*30 min kostar 22.800 3.800 klst
18*30 min kostar 31.500 3.500 klst
24*30 min kostar 36.000 3.000 klst

Á ódýrari tímanum eða fyrir klukkan 16:00 virka daga verða einungis seld 18 skipta kort á 25.200 eða 2.800 krónur tíminn.

Jólagjöfin í ár er að sjálfsögðu gjafabréf í hermana hjá okkur, þú kemur til okkar lætur vita upphæðina og við útbúum fyrir þig, glæsilegt gjafabréf í golfhermana. Ekkert vesen!

Tilvalið fyrir spilahópa sem vilja eiga sinn fasta tíma í golfhermunum, hægt er að panta fastan tíma í allan vetur í síma 5653361.

4 kylfingar eiga að taka um 3 tíma að leika 18 holur. Neðar hér á síðunni má sjá þá golfvelli sem í boði eru.

Hermarnir henta sérstaklega vel með golfkennslu þar sem Kylfingar geta fengið nákvæma greiningu á öllum þáttum golfsveiflunnar annaðhvort með golfkennara eða án hans. Hægt er að panta tíma á netinu hér eða í síma 565-3361.

Við að panta tíma á netinu þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um.