Ungir og efnilegir kylfingar í Golfklúbbnum Keili, þau Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Andri Páll Ásgeirsson og Vikar Jónasson tóku þátt í opnu móti á Bonmont vellinum á Spáni í vikunni.

Vikar lék best og endaði í 3. sæti í mótinu á 16 höggum yfir pari. Hafdís Alda endaði í 14. sæti á 35 höggum yfir pari og Andri Páll varð í 11. sæti á 26 höggum yfir pari.