Á gamlársdag var haldið hið árlega Áramótapúttmót Hraunkots. 120 púttarar mættu til leiks og var veitt verðlaun fyrir efstu 3. sætin ásamt aukaverðlaunum. Byrjað var kl 10 um morguninn og lauk leik kl 15. Hraunkot bauð uppá fullt af snakki allan daginn og virtust gestir Hraunkots taka vel í það og var snakkið sérstaklega vinsælt á yngri kynslóðinni. Einnig voru margir sem kíktu við í golfskála Keilis og ræddu málin. Vertinn okkar hann Balli sá svo um gleðina í skálanum allan daginn. Axel Bóasson fagnaði svo sigri í Áramótapúttmóti Hraunkots 2014 og var hann einnig með flesta ása. Ólöf Baldursdóttir og Levý Jóhannesson fengu einnig aukaverðlaun. Ólöf fyrir flesta tvista og Levý fyrir flest þrípútt. Í öðru sæti var Aron Atli Valtýsson og Ragnar Ágúst Ragnarsson í þriða sæti. Hraunkot þakkar öllum fyrir komuna á gamlársdag og óskar öllum kylfingum farsældar á komandi ári. Hér eru svo heildarúrslit Áramótapútt 2014-15.