Í dag (miðvikudaginn 7. maí) er verið að yfirsá í flatirnar í hrauninu. Þetta getur valdið einhverri truflun fyrir kylfinga, en við reynum okkar besta til að halda fólki ánægðu.
Þeir sem leikið hafa völlinn í ár hafa tekið eftir því að önnur flötin er frekar illa farin. Við munum yfirsá í hana í dag og setja dúk yfir. Þetta verður gert til að hraða spírun á fræjum eins mikið og hægt er. Þetta þýðir að við verðum að færa út af flötinni næstu daga á meðan dúkurinn liggur yfir. Við vonum að kylfingar sýni okkur skilning á þessari framkvæmd, en þetta gerir það að verkum að flötinn verðu mun fyrr kominn í gott ástand.