Í dag var haldið hið árlega golfmót Hauka og voru 83 Haukamenn út um allan völl að reyna við Baddaskjöldinn og Rauða jakkann. Veðurguðinn bauð uppá ekta haustveður, mikinn vind. Í þessu móti er keppt um Rauða Jakkann í punktakeppni og einnig titilinn Öldungameistari Hauka til minningar um Ólaf H.Ólafsson. Baddaskjöldinn hlýtur svo sá Haukamaður sem spilar best í Höggleik en Rauði jakkinn fór til þann sem fékk flesta punkta. Fjöldi fólks var viðstadd verlaunaafhendingu sem fór fram í golfskálanum nú í kvöld kl 8. Glæsileg verðlaun voru veitt og var dregið úr skorkortum í lokinn. Golfklúbburinn Keilir og Haukar þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn og skemmtilegt mót. Úrslit úr mótinu eru eftirfarandi.
Baddaskjöldur: Sigurþór Jónsson, 78 högg
Rauði jakkinn: 1.sæti Kjartan Þór Ólafsson, 38 punktar
2. sæti Lúðvík Geirsson, 37 punktar (öldungameistari Hauka 2014)
3. sæti Hanna Björg S. Kjartansdóttir, 34 punktar
Næst holu 4, Vignir Þorláksson 1,45m
Næst holu 6, Daníel þór 4,77m
Næst holu 10, Sigurþór Jónsson 8,37m