Það er mikið að gera hjá afrekskylfingunum okkar þessa vikuna.

Hún Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að hefja leik í Japan á Espirito Santo Trophy eða Heimsmeistaramóti kvenna með þeim Sunnu Víðisdóttur og Ólafíu Kristinsdóttur. Hún á rástíma 7.15 í fyrramálið á japönskum tíma sem er 22.15 á okkar tíma í dag. Til að fylgjast með skorinu hjá henni getur þú ýtt hér.

Axel Bóasson er að spila í Danmörku á Nordic Golf League með þeim Ólafi Loftssyni og Birgi Leif Hafþórssyni. Þeir hefja einnig leik í fyrramálið en Axel á rástíma 9.10 á dönskum tíma. Til að fylgjast með köppunum getur þú ýtt hér og fundið þá undir score og Willis Masters.

Í öldungalandsliði kvenna eru þær, Kristín Sigurbergsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir og Erla Adolfsdóttir að spila ásamt Maríu Guðnadóttur, Steinunni Sæmundsdóttur, Ásgerði Sverrisdóttur og Margréti Geirsdóttur í Austurríki á Evrópumótinu. Þar hefur rignt eld og brennistein og hafa þær ekki náð að spila neitt. En til að fylgjast með þeim þegar rigningunni slotar skalt þú ýta hér.

50sveit

Henning Darri Þórðarson er staddur í Ítalíu að spila á Ítalska meistaramótinu fyrir 16 ára og yngri. Hann hóf leik í morgun og spilaði á 77 höggum. Til að fylgjast með honum getur þú ýtt hér.

Birgir Björn Magnússon er að spila á Spænska Junior championship á Hacienda del Alamo vellinum nálægt Murcia. Hann hefur leik 4. sept og það er hægt að nálgast allar upplýsingar um mótið hér.