Axel Bóasson og Guðrún Brá hafa nú lokið leik. Axel snéri aldeilis við blaðinu og endaði einn yfir í heildina (36 holur) og varð jafn þremur öðrum í 4. sæti. Liðið hans Mississippi State gekk á brott með sigurinn, annað árið í röð, og hafa þeir nú sigrað tvær vikur í röð og verður því óneitanlega gaman að fylgjast með þeim í næstu viku þegar þeir kljást við SouthEastern Conference mótið. Vel gert hjá þeim!

Guðrún Brá kláraði mótið á 76 höggum (+4) og var því +7 í heildina. Hún endaði jöfn fjórum öðrum í 25. sæti. Liðið hennar Fresno State endaði í 10. sæti af 15 liðum , 41 yfir pari. Liðið sem vann, the University of Washington, lauk leik á samtals 3 undir pari (861) og voru þær nokkuð öruggar með sigurinn þar sem liðið í 2. sæti var 10 yfir pari samtals (874). Guðrún Brá og liðið hennar spila conference í næstu viku og verða þær að sigra þar til að komast á Regionals annars er leiktímabilinu hjá þeim lokið.