Fyrr í sumar var leikin undankeppni fyrir Bikarinn2016 og 16 manns fóru áfram í útsláttarkeppni, þar sem er leikin holukeppni 3/4 af mismun forgjafar er látinn telja. Sá sem forgjafarhærri er fær eitt högg í forgjöf á forgjafarlægstu holurnar eins og mismunur forgjafar segir til um. Núna er 8. manna úrslit nánast klár og hefur verið veittur frestur til að ljúka þeirri umferð til 05. ágúst. 2016. Hægt er að hafa samband við golfverslun til að bóka rástíma og síðan þarf að tilkynna úrslit úr leikjunum hjá golfverslun. Símanúmer keppanda og úrslit eru á tilkynningartöflunni í andyri golfskálans. Eftirtaldir mættust í 8. liða úrslitum.

Arnar Borgar Atlasson-Bergsteinn Hjörleifsson
Bergsteinn vann
Ásgeir Jón Guðbjartsson-Jón Ingi Jóhannesson
Ásgeir vann
Ruth Einarsdóttir-Þórdís Geirsdóttir
Ekki lokið
Davíð Kr.Hreiðarsson-Guðni Sigurður Ingvarsson
Ekki lokið

Úrslitaleik skal lokið fyrir 01. september. 2016