Eins og undanfarin ár mun Golfverslun Keilis vera með jólaverslun í Hraunkoti æfingasvæði Keilis. Félagar í Keili munu fá 10 % afslátt af Pargate fjarlægðarmælum og öllum BigMax kerrum og pokum. Einnig munum við panta fyrir þá sem vilja Ecco golfskó og er 15 % afsláttur veittur af þeim. Við bjóðum uppá flottan fatnað frá FootJoy, bæði merktan Keili og ómerktan. Erum með líka frábæra golfskó frá FJ sem heita DryJoys Casual á frábæru verði. Erum með lúffur, húfur, bolta og flott belti frá FJ sem mundu sóma sér vel í hvaða jólapakka sem er. Við getum að sjálfsögðu útvegað allt það sem kylfingurinn þarf á góðu verði. Ekki hika við að hafa samband við okkur og við gerum okkar besta.

Jólamarkaður

Núna í byrjun desember byrjuðum við með jólamarkað á 2. hæð Hraunkots og þar erum við að bjóða föt og skó á töluverðum afslætti. FJ street skór á aðeins 5.700 kr og FJ LoPro kvennaskó á aðeins 9.990 kr. Fullt af bolum og peysum á frábærum verðum. Það er hægt að gera kjarakaup á 2. hæðinni í Hraunkoti. Þeir sem ekki komast um jólin þurfa ekki að örvænta, því markaðurinn verðu hjá okkur út febrúar.

JólagjöfHraunkot

Svo að lokum bendum við á gjafabréfin vinsælu frá Hraunkoti sem slá alltaf í gegn. Hraunkot býður uppá fjögur mismunandi gjafabréf þar sem kylfingurinn fær bæði kennslu og æfingabolta allt eftir þörfum hvers og eins. Mjög hæfir og góðir golfkennarar sjá svo um kennsluna. Opnunartími Hraunkot er eftirfarandi:

Mánudaga til fimmtudags 12:00-22:00
Föstudaga 12:00-19:00
Laugardaga 10:00-19:00
Sunnudaga 10:00-20:00

Við óskum öllum gleðilegra jóla og vonumst til að sjá sem flesta.