Þann 15 júní kemur Þorsteinn Hallgrímsson frá Hole in One og Robert Svenson frá Cobra í Svíþjóð með Demo dag í Hraunkoti. Eru þessu sérfræðingar að bjóða kynningu og mælingar á golfkylfum. Er þetta gull tækifæri til að fá kylfurnar sem eru alveg stilltar fyrir þig. Þetta er mikilvægur þáttur fyrir alla golfara að vera með réttu kylfurnar í pokanum því tilvalið að mæta og láta mæla sig með hjálp sérfræðinga.

Hægt er að bóka tíma í mælingu þér að kostnaðarlaus í Hraunkoti hjá sérfræðingi Cobra með því að senda póst á netfangið holeinone@holeinone.is eða hringja í síma 577-4040.

Hlökkum til að sjá ykkur.