Við lögðum af stað í stormi síðastliðinn mánudag og var það viðeigandi byrjun á skemmtilegri viku.

Ferðalagið gekk snurðulaust þar til á hótelið var komið, sem á korti væri hægt að finna nokkuð nálægt “middle of no where” við landamæri Austurríksi. Þar tók eldri maður á móti okkur sem talaði litla sem enga ensku, sagði mér ég gæti fengið “tee times” á veitingastaðnum næsta dag. Einmitt. Þökkuðum bara fyrir okkur og hentum okkur í bólið.

Við vorum langfyrstar á svæðið og tókum æfingahring þar sem allskonar hælar tóku á móti okkur, gulir, rauðir og að sjálfsögðu eitthvað af hvítum. Völlurinn var spilaður af gulum teigum og alls ekki fyrir viðkvæma. Undirrituð fékk smá kitl í lófana sem breyttist fljótt í létti og í þó nokkra ánægju með captain bandið um handlegginn.

Við gerðum okkar besta, skorið hefði mátt vera betra en svona er þetta golf. You win some you lose some og 10. sætið staðreynd. Þetta fer allt í reynslubankann.

Ungu guggurnar fóru á kostum. Þær hafa þann hæfileika að mæta nánast aldrei á réttum tíma, liðstjóranum til mikillar ánægju. Menningarsjokkið var mikið þegar þær ákváðu að skella sér í spa-ið í þýsku sveitinni. Þar voru allir alls naktir! Ónefnd gugga mætti í blazer myndatökuna með gat í klofinu, ljósmyndarinn bað hana pent um að setja leggina sama þegar hún settist!

Eftir miklar vangaveltur og óánægju með golfið ákváðum við að reyna komast í H&M til að hressa uppá ferðina, enda ekki hægt að vera íslendingu í útlöndum og ekki fara í H&M. Næsta búðin var 30 mín keyrsla og við skelltum okkur eftir hringinn á föstudeginum. Eftirvæntingin var gríðarleg en breyttist hratt í örvæntingu og sorg þegar við loksins komum og búðin var LOKUÐ! Við felldum allar tár að innan.

Núna erum við fastar á Kastrup þar sem vélin okkar bilaði og þurfti að senda eftir varahlut frá Íslandi. Við lögðum af stað kl 3 í nótt á þýskum tíma og verðum komnar heim um 22 í kvöld. Frekar langt ferðalag en allt þess virði, það var H&M á Kastrup!

Við viljum þakka þeim sem tóku í styrktarmótinu okkar og sendum ykkur þýskar kveðjur frá sveitakusunum í Grassau!

20141003_160504

Tinna Jóh