Gísli Sveinbergsson endaði jafn í 3. sæti á Opna Finnska í gær. Hann spilaði hringina þrjá á 69-69-72 og kláraði þrjá undir. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Gísli endar í 3. sæti og klára mót undir pari. Þetta er frábær árangur hjá honum.

Með Gísla var Bjarki Pétursson úr Golfklúbbnum Borgarnes og hann endaði jafn í 25. sæti á níu yfir pari.