Á morgun 17.08.2016 fer fram síðasta innanfélagsmót Keilis. Rástímar eru frá 10:00 – 18:00 og er skráning í fullum gangi á golf.is. Veitt verða verðlaun fyrir besta skor í höggleik og 5. efstu sætin í punktakeppni. Veðurspá morgundagsins er ljómandi góð og um að gera að vera með í þessu síðasta móti. Við munum svo hafa nándarverðlaun á 10. braut.Þátttökugjald er 2.000 kr og greiðist í golfverslun gegn afhendingu skorkorts. Innifalið í Þátttökugjaldinu er súpa eftir hring hjá Brynju.

Vinningar í Innanfélagsmótinu:

Besta skor,15,000 inneign í golfverslun GK

Punktakeppni:
1. sæti Inneign hjá Icelandair 50,000
2. sæti Inneign hjá Brynju 25,000
3. sæti Inneign golfverslun Keilis 15,000
4. sæti Inneign golfverslun Keilis 10,000
5. sæti Inneign golfverslun Keilis 5,000

Næstur holu 10 braut:
Inneign golfverslun Keilis 15,000