Þann 10. júní fer fram annað Innanfélagsmót Keilis 2015 og eru hreint út sagt glæsileg verðlaun í boði. Keppnisfyrirkomulag í öllum mótunum er punktakeppni. Kostar aðeins 1.800 kr til að taka þátt í innanfélagsmótinu. Veitt eru verðlaun fyrir fimm efstu sætin, besta skor og nándarverðlaun á 10. braut.

Fyrsta sæti er 50.000 kr inneign í flugferð með Icelandair.

Annað sæti er 25.000 kr inneign hjá Brynju í veitingarsölunni.

Þriðja sæti er 15.000 kr inneign í Golfverslun Keilis.

Fjórða sæti er 10.000 kr inneign í Golfverslun Keilis.

Fimmta sæti er 2 kg af VIP humar

Besta skor er 15.000 kr inneign í Golfverslun Keilis. Aðeins fjögur mót eru eftir af þessu sumri og verða þessi frábæru verðlaun í hverju einasta móti. Vonumst við að flestir skrái sig í þetta glæsilega mót.