Í gærkveldi lauk einu skemmtilegasta golfmóti sumarsins þegar Meistaramóti Keilis 2017 lauk með glæsilegum hætti. 290 Keilisfélagar á öllum aldri og getu tóku þátt í ár. Meistaramótið var spilað á 7.dögum og fyrstu 3. dagana eru það eldri og yngri kynslóðin sem spila. Veðrið var mjög gott þessa daga og rúllaði mótið vel af stað. Erfiðar aðstæður tóku svo við miðvikudag og fimmtudag en mjög mikill vindur setti stóran svip á mótið. Allt gekk samt einstaklega vel og föstudagurinn og laugardagurinn voru mjög góðir og allir að njóta sín. Eins og allir vita munum við opna 3. nýjar holur föstudaginn 14. julí. Það er því staðreynt að Meistaramót Keilis 2017 var kveðjumót
Hvaleyrar í núverandi mynd. Meistaramótið er einstök upplifun fyrir hinn almenna félagsmann og þar fær hann að spila nokkra daga keppnisgolf með frábæra umgjörð á einum besta golfvelli landsins. Við erum mjög ánægð með hvernig tókst í ár og allt gekk þetta vel. Vallarstarfsmenn hafa unnið frábært starf í sumar og völlurinn lítur mjög vel út og verður í toppstandi í Íslandsmótinu í höggleik. Veitingasala Brynju og starfsmenn golfverslunar Keilis voru undir miklu álagi þessa daga og þeim ber að þakka frábæra vinnu.
Klúbbmeistari Karla 2017 eftir umspil er Birgir Björn Magnússon og klúbbmeistari kvenna 2017 er Hafdís Alda Jóhannesdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju með titlana. Að vanda var lokahófið veglegt og góð mæting var á hana. Svo var skellt í alvöru ball með hljómsveit hússins og dansað fram eftir nóttu. Golfklúbburinn Keilir þakkar fyrir frábært mót og óskar öllum vinningshöfum til hamingju með árangurinn. Hér koma svo öll úrslit mótsins.

Meistaraflokkur karla
1.sæti Birgir Björn Magnússon 297 (eftir 3. holu umspil)
2.sæti Vikar Jónasson 297
3.sæti Bjarni Sigþór Sigurðsson 300 (eftir bráðabana)

Meistaraflokkur kvenna
1. sæti Hafdís Alda Jóhannsdóttir 313
2. sæti Þórdís Geirsdóttir 321
3. sæti Sigurlaug Rún Jónsdóttir 330

1. Flokkur karla
1. sæti Ásgeir Jón Guðbjartsson 307
2. sæti Elías Beck Sigurþórsson 309
3. sæti Gunnar Þór Halldórsson 312

1. Flokkur kvenna
1. sæti Anna Snædís Sigmarsdóttir 334
2. sæti Kristín Pétursdóttir 339
3. sæti Margrét Berg Theódórsdóttir 345

2. Flokkur karla
1. sæti Guðni Siemsen Guðmundsson 332
2. sæti Davíð Kristján Hreiðarsson 335
3. sæti Ingvar Kristinsson 337 (eftir bráðabana)

2. Flokkur kvenna
1. sæti Margrét Sigmundsdóttir 362
2. sæti Sigríður Jensdóttir 382
3. sæti Kristín F Gunnlaugsdóttir 383

3. Flokkur karla
1. sæti Einar Páll Pállsson 353
2. sæti Eyjólfur Einar Elíasson 354
3. sæti Haraldur H Stefánsson 357

3. Flokkur kvenna
1. sæti Birna Ágústsdóttir 398
2. sæti Guðrún Ösp Þorgnýsdóttir 399
3. sæti Matthildur Helgadóttir 403

4. Flokkur karla
1. sæti Reynir Kristjánsson 281
2. sæti Sigurjón Gunnarsson 294
3. sæti Þórir Ómar Grétarsson 297

4. Flokkur kvenna punktakeppni
1. sæti Anna Sigríður Gunnarsdóttir 66
2. sæti Kristín Sigríður Geirsdóttir 61
3. sæti Bryndís Eysteinsdóttir 57

5. Flokkur karla punktakeppni
1. sæti Bergur Ingi Ólafsson 101
2. sæti Gústav Axel Gunnlaugsson 75
3. sæti Rúnar Már Bragasson 67

Karlaflokkur 55 ára og eldri forg 0-15,4
1. sæti Tryggvi Þór Tryggvason 239
2. sæti Jóhann Sigurbergsson 245
3. sæti Lúðvík Geirsson 247

Karlaflokkur 55 ára og eldri forg 15,5-34,4
1. sæti Steingrímur Hálfdánarson 265
2. sæti Bjarni Ásgeirsson 268
3. sæti Björn Árnason 273

Kvennaflokkur 55 ára og eldri forg 15,5-34,4
1. sæti Ástríður Sólrún Grímsdóttir 321
2. sæti Jenný Olga Pétursdóttir 328

Kvennaflokkur 70 ára og eldri punktakeppni
1. sæti Sigrún Margrét Ragnarsdóttir 67
2. sæti Kristín H Pálsdóttir 47
3. sæti Erna Finna Inga Magnúsdóttir 42

Kvennaflokkur 70 ára og eldri punktakeppni m. Forgj.
1. sæti Kristín H Pálsdóttir 95

Karlaflokkur 70 ára og eldri
1. sæti Björn Finnbjörnsson 80
2. sæti Þórhallur Sigurðsson 76
3. sæti Guðlaugur Gíslason 70

Karlaflokkur 70 ára og eldri punktakeppni m. Forgj.
1. sæti Hallgrímur Hallgrímsson 100

Stúlkur 17 – 18 ára
1. sæti Thelma Björt Jónsdóttir 281

Drengjir 15- 16 ára
1. sæti Svanberg Addi Stefánsson 242
2. sæti Steingrímur Daði Kristjánsson 245 (eftir bráðabana)
3. sæti Ólafur Arnar Jónsson 245

Telpur 15 – 16 ára
1. sæti Inga Lilja Hilmarsdóttir 278
2. sæti Jóna Karen Þorbjörnsdóttir 320

Strákar 14 ára og yngri
1. sæti Arnar Logi Andrason 261
2. sæti Stefán Atli Hjörleifsson 264
3. sæti Tómas Hugi Ásgeirsson 300

Stelpur 14 ára og yngri
1. sæti Ester Amíra Ægisdóttir 340
2. sæti Nína Kristín Gunnarsdóttir 344

Meistaramót barna á Sveinskotsvelli

Drengir
1. sæti Oddgeir Jóhannsson 126
2. sæti Brynjar Logi Bjarnþórsson 131
3. sæti Birgir Páll Jónsson 145

Stúlkur
1. sæti Lilja Dís Hjörleifsdóttir 142
2. sæti Heiðdís Edda Guðnadóttir 150
3. sæti Ebba Guðríður Ægisdóttir 187

Nándarverðlaun 10. braut

02.07 Sigrún Margrét Ragnarsdóttir 4,03
03.07 Björgvin Sigurðsson 2,10
04.07 Björn Finnbjörnsson 0,66
05.07 Ólafur Þór Ágústsson 0,70
06.07 Ingvi Geir Ómarsson 2,20
07.07 Helgi Runólfsson 0,29
08.07 Leópold Sveinsson 0,97