Núna um helgina byrjar Eimskipamótaröðin hjá afrekskylfingunum okkar. Fyrsta mótið er haldið á Hólmsvelli Leirunni og verða 36 holur spilaðar á laugardeginum og 18 á sunnudeginum. Fyrsti rástími er klukkan 7 að morgni og hægt verður að fylgjast með gangi mála á golf.is. 

Íslandsbankamótaröðin hefst einnig á laugardag og verður fjöldinn allur af Keiliskrökkum tilbúin í slaginn. Mótið er haldið á Akranesi en þau spila 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.

Við óskum þeim öllum góðs gengis og vonum að veðurguðirnir verði með okkur þetta golfsumarið!