Núna síðar í dag munu Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson hefja leik með liðum sínu á háskólamótaröðinni í golfi í Bandaríkjunum.

Guðrún Brá er að leika á Silverado Showdown mótinu í Napa California með skólanum sínum Fresno State. Mótið er gífurlega sterkt en til að mynda er the University of Southern California skráð til leiks en þær eru með sterkasta liðið í Bandaríkjunum um þessar mundir. Einnig er hægt að nefna the University of Arizona og the University of Washington sem eru í 9 og 11 sæti í Háskólagolfinu. Það verður gaman að fylgjast með Guðrúnu spila gegn mörgum af sterkustu spilurum Bandaríkjanna en hún hefur leik kl 15.30 á íslenskum tíma og hægt að fylgjast með skorinu hér.

Axel og félagar í Mississippi State eru að fylgja eftir góðum sigri í seinustu viku á Old Waverly Collegiate Championship þar sem þeir unnu með aðeins einu höggi og stefna að sjálfsögðu á sigur hér líka, en þeir unnu sama mótið í fyrra. Axel hefur leik á Reunion Intercollegiate kl 13.30 á íslenskum tíma og hægt að fylgjast með skorinu hér.