Að loknum 3. degi á Íslandsmótinu í höggleik getum við keilisfélagar verið sátt á ánægð með spilamennsku okkar fólks. Strákarnir okkar spiluðu virkilega vel og jöfnuðu Axel,Gísli og Rúnar vallarmetið á Jaðarsvelli og spiluðu frábært golf og komu allir inn með hring uppá 67 högg í pokanum. Sigurþór var einnig í góðu standi og vann sig upp töfluna með 68 högg í dag.  Henning Darri er líka að gera vel og spilaði á 72 höggum í dag en hann var á parinu í gær. Henning Darra líkar greinilega vel við Jaðarsvöll en hann mun einnig spila aftur þarna eftir nokkra daga á sterku alþjóðlegu unglingamóti. Helgi Snær Björgvinsson spýtti heldur betur í lófana í dag og spilaði á 71 höggi, mikil bæting frá gærdeginum. Vikar Jónasson átti erfiðan dag eftir magnaða spilamennsku í gær og var á 84 höggum. Andri Páll var að klára og spilaði á 76 höggum og er bara í fínum málum eins og Birgir Björn (78-74). Getum verið stolt af þessu eins og staðan er núna, en mikið golf er enn eftir.
Stelpurnar okkar er líka í toppbaráttu og gerðu líka vel í dag. Signý spilaði hrikalega vel og jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og kom inná 68 höggum og ætlar greinilega ekki að gefa titilinn auðveldlega frá sér. Guðrún Brá skilaði aftur hring uppá 72 högg og er í 3. sæti. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra eru að spila vel í kvennaflokki og leiða mótið. Guðrún Brá og Signý koma svo rétt á eftir og eru í fínu færi fyrir seinni hálfleikinn. Anna Sólveg gæti með góðri spilamennsku síðustu 2 dagana blandað sér í baráttuna og sama má segja um Gunnhildi Kristjáns. Á morgun mun svo RUV byrja að sýna frá mótinu og er það enginn annar en Óli Þór sem mun vera þeim til halds og trausts og lýsa frábæru golfi frá Jaðarsvelli. Nú er bara að skella kjöti frá Norðlenska á grillið og bíða eftir morgundeginum sem getur verið ansi áhugaverður. Einnig verður að geta þess að allur aðbúnaður og umgjörð hér er mjög flott og á Golfklúbbur Akureyrar hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð og hjálpsemi. Hér er mikið af GA félögum sem standa vaktina og við þökkum þeim fyrir frábærar móttökur.

Staðan í Kvennaflokki

1. Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir , GR (70-68) 138 högg -4
2. Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, GL (71-69) 140 högg -2
3. Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, GK (72-72) 144 +2
4. Signý Arn­órs­dótt­ir, GK (77- 68) 145 högg +3
5.-6. Berg­lind Björns­dótt­ir, GR (75-75) 150 högg +8
5.-6. Anna Sól­veig Snorra­dótt­ir, GK (75-75) 150 högg +8
7.-8. Gunn­hild­ur Kristjáns­dótt­ir, GK (74-79) 153 högg +11
7.-8. Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir, GR (77-76) 153 högg +11
9.-10. Sunna Víðis­dótt­ir, GR (78-77) 155 högg +13
9.-10. Helga Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, GK (76-79) 155 högg +13

Staðan í Karlaflokki

1. Axel Bóasson, GK (71-67) 138 högg -4
2.- 4. Rúnar Arnórsson, GK (72-67) 139 högg -3
2.- 4. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70) 139 högg -3
2.- 4. Gísli Sveinbergsson, GK (72-67) 139 högg -3
5. -7. Andri Már Óskarsson, GHR (73-67) 140 högg -2
5. -7. Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73)140 högg -2
5. -7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68) 140 högg -2
8. Bjarki Pétursson, GB (72-69) 141 högg -1
9.-12. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (71-71) 142 högg
9.-12. Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72) 142 högg
9.-12. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-71) 142 högg
9.-12. Haraldur Franklín Magnús, GR (71-71) 142 högg

13680504_10154418078067904_7397243351063880219_n 13692483_10154417225537904_2279121399528399913_n