Laugardaginn 25. júní verður opna Subway mótið haldið á Hvaleyrarvelli. Glæsilegt mót sem við höfum haldið undanfarin ár. Veðurspáin er ljómandi góð og völlurinn okkar er að komast í glæsilegt form. Að vanda er Subway með glæsileg verðlaun og einnig eru flottar teiggjafir fyrir alla sem taka þátt í mótinu, Subway máltíð, golfkúlur og drykkur frá Ölgerðinni. Vonandi sjáum við sem flesta reyna við glæsilegan Hvaleyrarvöll.

Upplýsingar
OPNA SUBWAY MÓTIÐ 2016

Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor

1. sæti: 80.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
2. sæti: 50.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
3. sæti: 40.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
4. sæti: 30.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
5. sæti: 25.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.

Besta skorið: 80.000 króna gjafabréf frá Úrval útsýn.

Golfskór í nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.
Nándaverðlaun á 9 braut, næstur holu í 2 höggum.
Verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 13 braut.