Þann 19. júlí verður Opna Subway mótið haldið á Hvaleyravellinum. Völlurinn er fagur grænn eftir rigninguna og er í góðu ástandi fyrir mótið. Í mótinu verða afhendar teiggjafir handa öllum keppendum þegar er mætt á fyrsta teig. Það eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum og einnig nándarverðlaun á 9 holu eftir tvö högg. Á 13 holu verður veitt verðalaun fyrir lengsta teighöggið. Fá þeir sem eru í 5 efstu sætunum í punktakeppni verðlaun og einnig fyrir besta skor.

Skráning er hafin á golf.is og hvetjum við fólk til þess að skrá sig og taka þátt í flottu og  skemmtilegu móti.