Signý Arnórsdóttir úr Keili varð Íslandsmeistari kvenna í höggleik í golfi árið 2015 en mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi í dag.Signý mætti afslöppuð til leiks og spilaði feykivel allt mótið 72-76-73-69 og kláraði daginn í dag með virkilega flottum hring eða 69 högg. Við óskum Signý til hamingju með glæsilegan sigur. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þennan eftirsótta bikar. Meira síðar.