Sveitakeppni unglinga lauk þessa helgina og var keppt víðsvegar um landið. Á Flúðum var keppt í 18 ára og yngri og einnig 15 ára og yngri stúlkna flokkum. Keilir sendi tvær sveitir og stóðu þær sig mjög vel. 18 ára og yngri sveitin okkar stóð sig mjög vel og náði 3. sætinu með sigri á GR. 15 ára og yngri sveitin okkar var einnig að leika um þriðja sætið en náðu ekki að sigra GKG(2) og enduðu því í fjórða sæti.

stelpur 15 ára og yngri

 

Á Akureyri var keppt í 18 ára og yngri strákaflokki og sendi Keilir tvær sveitir. GK(b) komst í A-riðil eftir höggleikinn en það gekk ekki alveg nógu vel í holukeppninni og enduðu í 7.sæti. GK(a) stóð sig frábærlega eftir höggleikinn og voru í efsta sæti fyrir holukeppnina. Þeir komust alla leið í úrslitaleikinn en gekk ekki alveg upp fyrir Keilisstrákana og enduðu í 2.sæti.

18 ára strákar

Á Hellu var keppt í 15 ára og yngri strákaflokki og var ein sveit að keppa fyrir Keilis hönd. Strákarnir spiluðu höggleik og komust ekki í riðil til að spila um íslandsmeistaratitilinn. En þeir stóðu sig með prýði og enduðu í 13.sæti.

15 ára strakar

Keilir er hrikalega stoltur að þessu fyrirmyndarsveitum og óskum þeim til hamingju með árangurinn.