Þann 25. júní var haldið byrjendamót á Sveinskotsvelli og voru spilaðar 9. holur í punktakeppni. Síðustu vikur hafa nýliðar hjá Golfklúbbnum Keili verið á námskeiði og fengið þjálfun hjá Karli Ómari og Bjössa. Um 60. manns sóttu námskeiðinn og þótti takast vel. Við héldum svo mót í gær á Sveinskotsvelli sem tókst með ágætum. Veitt voru verðlaun fyrir 3. efstu sætin í punktakeppni. Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Punktakeppni
1. sæti  Hilmar Þór Ársælsson   21 punktur
2. sæti  Ásta Lilja Baldursdóttir  19 punktar
3. sæti  Arnar Sigþórsson  19 punktar

Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt vel fyrir.
Vinningshafar geta nálgast vinninginn sinn í golfverslun Keilis.