Eitt stærsta opna golfmót sumarsins fór fram í dag á Hvaleyrarvelli. 207 þáttekendur spiluðu við mjög erfiðar aðstæður, en miklir vindar léku um völlinn í dag. Samt sem áður var skorið með ágættum og var CSA stuðullinn eftir mótið 0. Við ræstum út frá 06:30 og var alveg fullt í mótið og lauk ræsingu kl 15:00. Verðlaunaafhending var svo haldinn í golfskála Keilis að móti loknu. Þar voru veitt verðlaun fyrir 5. efstu sætin í punktakeppni og besta skor í höggleik. Að sjálfsögðu voru nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Aukaverðlaun voru veitt fyrir 125. sætið í punktakeppni og síðan var verðlaunað fyrir lengsta upphafshögg á 13. braut og næstur holu í tveimur höggum á 18. braut. Í punktakeppni sigraði Sigurður Sveinn Sigurðsson GK á 39. punktum og Bjarni Sigþór Sigurðsson GK vann höggleikinn eftir bráðabana við Tryggva Valtýr Traustasson GSE og Siggeir Vilhjálmsson GSE en þeir spiluðu allir á 72 höggum. Golfklúbburinn Keilir vill koma á þakklæti til allra sem tóku þátt og þakka epli.is fyrir að styrkja mótið.
Helstu úrslit urðu þessi:
Punktakeppni
- Sigurður Sveinn Sigurðsson GK 39 punktar
- Davíð Kr.Hreiðarsson GK 39 punktar
- Gunnar Ingi Björnsson GBR 39 punktar
- Bergþór Arnarsson GH 38 punktar
- Einar Kristján Jónsson GKG 37 punktar
- Árni Bjarnasson GK
Besta skor í höggleik
- 1. Bjarni Sigþór Sigurðsson GK 72 högg eftir bráðabana
2-3. Tryggvi Valtýr Traustasson GSE 72 högg
2-3. Siggeir Vilhjálmsson GSE 72 högg
Nándarverðlaun
4. hola Pétur Pétursson GM 60 cm
6. hola Gunnar Gunnarsson GM 50 cm
10. hola Árni Jón Eggertsson GR 1.98 m
16. hola Þórður Ágústsson NK 1.63 m
Lengsta upphafshögg 13. Braut
Lúðvík Arnarsson GK
Næstur holu á tveimur höggum á 18. braut
Halldór Ragnar Halldórsson GKG 57 cm