Núna í kvöld lauk glæsilegu opnu móti á vegum Epli.is og Golfklúbbsins Keilis þar sem keppt var um marga flotta vinninga. 209 kylfingar skráðu sig til leiks í þessu risamóti og var byrjað að ræsa út eldsnemma í morgun eða kl 06:50 og lauk ræsingu kl 15:30. Hvaleyrarvöllur auðvitað í flottu standi og veðrið reyndar líka, en vindar blésu töluvert eftir hádegi og því var völlurinn mjög krefjandi. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í höggleik og 5. efstu sætin í punktakeppni. Einnig voru veitt verðlaun fyrir 75 og 150 sætið í punktakeppni. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum, lensta teighögg á 13. braut og næstur holu í 2 höggi á 18. braut. Í lok móts var svo einnig dregið úr skorkortum. Besta skor dagsins átti Árni Freyr Sigurjónsson  GR  73 högg. Sigurvegarinn í punktakeppninni var svo Friðrik Þór Sigmarsson  GV með 39 punkta. Golfklúbburinn Keilir og Epli.is þakkar öllum þeim sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir. Úrslit urðu svo eftirfarandi:
epliurslitping