Í dag var hið árlega Golfmót FH haldið á Hvaleyrarvelli við ljómandi góðar aðstæður. 103 grjótharðir stuðningsmenn FH komu og tóku þátt í þessu vinsæla móti. Teiggjöf FH í ár var vandaður penni merktur “Golfmót FH 2014” og auðvitað svartur og hvítur að lit. Mótið var aðeins fyrir félaga í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri. Sigurvegarar í höggleik karla og kvenna hlutu sæmdarheitið “Golfari FH árið 2014”  einnig voru veitt verðlaun fyrir punktakeppni. Helstu úrslit urðu þessi:

 

 

Höggleikur karla
Ágúst Ársælsson  77 högg

Höggleikur kvenna
Margrét Berg Theódórsdóttir  86 högg

Punktakeppni karla
1. sæti  Jónas Sigurðsson  38 punktar
2. sæti  Ástþór Hlöðversson  37 punktar
3. sæti  Þórður Björnsson  36 punktar

Punktakeppni kvenna
1. sæti  Jóna Júlía Henningsdóttir  37 punktar
2. sæti  Sigurborg Eyjólfsdóttir  36 punktar
3. sæti  Guðrún Lilja Rúnarsdóttir  33 punktar

Nándarverðlaun
4. braut  Magnús Pálsson  1,14 m
6. braut  Hafþór Hafliðasson  86 cm
10. braut  Margrét Berg Theódórsdóttir  1,85 m
16. braut  Guðrún LiIlja Rúnarsdóttir  0,51 cm
Lengsta Drive 13. braut  Ásgeir Bjarnasson

Golfklúbburinn Keilir og FH þakkar keppendum fyrir veittan stuðning og vonast til að sjá sem flesta að ári liðnu.