Þriðja mótið á öldungamótaröðinni var haldið í dag á Hvaleyrarvelli. Þetta mót er einnig viðmiðunarmót hjá Landssambandi eldri kylfinga. 137 voru skráðir í mótið og verður að segjast eins og er, að veðrið var ekkert sérstakt í dag. Töluverður vindur og svo rigndi einnig annað slagið. En keppendur gerðu sitt besta og allt gekk mjög vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Golf.is lenti í einhverjum erfiðleikum í dag og gerði það mótshöldurum erfitt fyrir. Við birtum því úrslit með fyrirvara um villur sem kunnu að leynast eftir vandræði dagsins. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Keilis.
Veitt voru verðlaun fyrir eftirfarandi:

Konur punktar
1. Ásta Óskarsdóttir                   GR  38 punktar
2. Ágústa Arna Grétarsdóttir  GO  30 punktar
3. Erla Adolfsdóttir                   GK  30 punktar

Karlar 69+ punktar
1. Pétur Elíasson                   GK  39 punktar
2. Jóhann Peter Andersen  GK  31 punktar
3. Kristinn Jóhannsson       GR  30 punktar

Karlar 50-68
1. Gunnar Páll Þórisson         GKG  36 punktar
2. Ómar Örn Ragnarsson          GB  34 punktar
3. Guðni Sigurður Ingvarsson  GK  33 punktar

Besta skor karlar
Gunnar Páll Þórisson   GKG  75 högg

Besta skor kvenna
Ásta Óskarsdóttir  GR  86 högg

Nándarverðlaun

4. hola Einar Hafsteinsson          GKG  5,09 m
6. hola Christian Emil Þorkelsson GR  1,62 m
10. hola Jóhann Ríkharðsson       GO  0,65 cm
16. hola  Sæmundur Pálsson         GR    1,51 m

Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum keppendum og starfsfólki fyrir ánægjulegan dag.