Síðasta innanfélagsmótinu lauk í gær og var frábær þáttaka með 95 hressum kylfingum. Svo sannarlega skin og skúrir í gær. en seinnipartinn tók hann að rigna blessaður. En það var hægur vindur og hlýtt allan daginn. Brynja bauð uppá súpu og brauð fyrir alla að loknum hring. Völlurinn algjörlega í toppstandi og eiga Bjarni vallarstjóri og hans fólk miklar þakkir fyrir alla þeirra vinnu í sumar. Sjaldan hefur Hvaleyri verið í betra ástandi. Golfklúbburinn Keilir veitti verðlaun fyrir besta skor, 5 efstu í punktakeppni og nándarverðlaun á 10. braut. Við þökkum öllum fyrir þáttökuna og minnum á næsta mót 433.is sem er opið mót og verður haldið á Laugardaginn.

Vinningar í Innanfélagsmótinu 17.08.2016

Besta skor,15,000 inneign í golfverslun GK

Punktakeppni:
1. sæti Inneign hjá Icelandair 50,000
2. sæti Inneign hjá Brynju 25,000
3. sæti Inneign golfverslun Keilis 15,000
4. sæti Inneign golfverslun Keilis 10,000
5. sæti Inneign golfverslun Keilis 5,000

Næstur holu 10 braut:
Inneign golfverslun Keilis 15,000

Úrslit:

Besta skor
Bjarni Sigþór Sigurðsson 70 högg

Punktakeppni:

1. Kristján Þór Kristjánsson
2. Sturla Jónsson
3. Ívar Ásgrímsson
4. Ólafur Þór Ágústsson
5. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir

Nándarverðlaun 10.braut:

Gísli Þór Sigurbergsson 0,28 cm