Í dag kláraðist páskapúttmót Hraunkots. Páskapúttið var spilað föstudag, laugardag og sunnudag og tókst í alla staði vel. Um 170 gildir hringir voru spilaðir þessa daga og greinilegt að miklu var að keppa. Stórglæsilegir vinningar voru í boði ásamt aukaverðlaunum. Svona leit vinningskráin út:

1. Sæti 20,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7
2. Sæti 15,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7
3. Sæti 10,000 króna inneign í golfverslun Keilis og Nóa síríus páskaegg no. 7
4. Sæti Platínukort í Hraunkoti og Nóa síríus páskaegg no. 7
5-10. Sæti Góu páskaegg no. 6
11-13. Sæti Nóa siríus Konsum egg
14-25 Sæti Góu páskaegg no. 4

Einnig voru í aukaverðlaun grip og tímar í FlightScobe frá golfkylfur.is
Úrslit urðu eftirfarandi:

Aukaverðlaun:  Guðmundur Óli Magnússon fær grip frá golfkylfur.is
Aukaverðlaun:  Katrín Tinna og Aron Valur fá svo tíma í FlightScobe.

 

Að lokum þakkar Hraunkot öllum fyrir þáttökuna og geta vinningshafar vitjað vinninga í Hraunkoti.