Eins og undanfarin ár er Hraunkot með púttmót um áramót og er það alltaf vinsælt að koma við í kotið á þessum degi og pútta. Eins og kylfingar hafa tekið eftir þá opnuðu í desember glæsilegir golfhermar í Hraunkoti. Eru þeir auðvitað af bestu gerð og fullkominn greiningartæki sjá svo um að miðla ýtarlegum upplýsingum til kylfinga. Í ár var því sú breyting að sett var upp Drive keppni og par 3 keppni í golfhermunum okkar. Um 100 manns skráðu sig í áramótagleðina þetta árið og tókst mótið mjög vel. Hraunkot bauð uppá snakk og kaffi og veglega vinninga. Góð blanda sem klikkar aldrei. Að sjálfsögðu er öllum kylfingum fagnað og erum við ánægð með hversu margir komu sem eru ekki í Golfklúbbnum Keili. Einnig var gaman og ánægjulegt að sjá marga yngri kylfinga vera ófeimna og taka þátt. Hér koma svo helstu úrslit dagsins og þakkar Golfklúbburinn Keilir og Hraunkot öllum þeim sem komu við og gerðu þennan dag svona skemmtilegan. Vonandi verður árið 2016 gæfuríkt fyrir okkur öll.

Áramótapútt 2015
1. sæti Þorsteinn Geirsson 27
2. sæti Birgir Björn 28
3. sæti Helgi Snær Björgvinsson 28
4-9. sæti Einar Hermannsson 30
4-9. sæti Sigurður Ó.Sumarliðasson 30
4-9. sæti Björgvin Sigurbergsson 30
4-9. sæti Brynjar Ólafsson 30
4-9. sæti Ragnar Á.Ragnarsson 30
4-9. sæti Rúnar Arnórsson 30

Spilaðir voru 2. hringir og taldi betri hringurinn.

Drive keppninn í E6 golfhermi
Forgjafarflokkur 1
Kristján Kristjánsson (Kremi) 307,4

Forgjafarflokkur 2
Guðmundur Júní Ásgeirsson 218,7

Forgjafarflokkur 3
Sigurjón Ragnar Kárasson 198,3

Lengsta Drive kvenna átti Jódís Bóasdóttir 195,2

Keppendur þurftu að vera á braut til að fá gilt.

Til gamans má geta að Axel Bóasson sló 320 metra, en var ekki á braut.

Par3 keppninn í E6 golfhermunum
Forgjafarflokkur 1
Sigurþór Jónsson 2,629 m

Forgjafarflokkur 2
Þorgils Ragnarsson 1,664 m

Að sjálfsögðu þurftu keppendur að hitta flötina.

3576_1027966277226019_5362604081869776501_n

1464654_1027966503892663_5269153775626641113_n

1532019_1028033770552603_8962594765020443559_n

20151231_142617_HDR

https://www.facebook.com/keilirgolf/