Axel á Nordic golf mótaröðinni
Axel Bóasson atvinnukylfingur endaði í 54. sæti á móti í Himmerland í Danmörku um helgina. Næsta mót hjá Axel er í næstu viku og verður leikið í Sviþjóð.
Axel Bóasson atvinnukylfingur endaði í 54. sæti á móti í Himmerland í Danmörku um helgina. Næsta mót hjá Axel er í næstu viku og verður leikið í Sviþjóð.
Á lagardaginn var haldið seinna styrktarmótið vegna þáttöku í Evróppukeppni. Spilað var Texas Scramble með forgjöf í töluvert betra veðri en spár sögðu til um. 41 lið skráði sig til leiks og viljum við þakka þeim kærlega fyrir þáttökuna. Veitt voru verðlaun fyrir 8 efstu sætin og einnig nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Vinningshafar [...]
Magnús Hjörleifsson sem er að sjálfsögðu Keilismaður. Gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór holu í höggi á nýju par 3 brautinni "Yfir hafið og heim" Maggi sem er þekktur ljósmyndari og hefur tekið ófáar myndirnar síðustu sumur af þessari glæsilegu braut, sem hafa greinilega hjálpað honum mikið að lesa flötina. Maggi notaði 7 járn [...]
Krakkarnir okkar eru búinn að vera leika keppnisgolf í allt sumar, sá sem hefur náð hvað bestum árangri er Arnar Logi Andrason enn hann sigraði á Áskorendamótaröðinni í flokki 12 ára og yngri. Við óskum Arnari kærlega til hamingju með árangurinn.