Meistaramót 2016

2016-06-23T10:02:58+00:0023.06.2016|

Nú fer senn að líða að stærsta móti ársins hjá okkur. Meistaramót Keilis hefst í byrjun júlí. Núna er undirbúningur í fullum gangi og við viljum biðja alla þá sem eru með bikara (farandbikara) frá meistaramótinu 2015 að koma þeim á skrifstofu Keilis sem allra fyrst. Einnig viljum við minna á að við skráningu þarf að [...]

Gísli Íslandsmeistari í holukeppni 2016

2016-06-21T13:13:02+00:0021.06.2016|

Gísli Sveinbergsson afrekskylfingur varð íslandsmeistari í holukeppni fyrir stundu. Hann sigraði Aron Snæ Júlíusson frá GKG 4/3. Golklúbburinn Keilir vill óska honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með sigurinn. Í þriðja sæti varð Andri Már Óskarsson GHR eftir að hafa sigrað Theodór Emil Karlsson GM 5/4.

Gísli spilar til úrslita í KPMG-Bikarnum

2016-06-21T10:41:12+00:0021.06.2016|

Gísli Sveinbergsson spilar í dag til úrslita í KPMG-Bikarnum, íslandsmótinu í holukeppni 2016. Gísli hefur gert vel í ár í holukeppninni og komst vel frá riðlakeppninni og vann alla sína leiki sannfærandi. Í liða úrslitum mætti Gísli sleggjunni alræmdu Magga Lár og hafði sigur. Í úrslitaleiknum mættast Gísli Sveinbergsson  og Aron Snær Júlíusson GKG. Signý Arnórsdóttir hefur [...]

Axel endar á -5 undir pari í heildina

2016-06-18T11:55:05+00:0018.06.2016|

Axel Bóasson hefur lokið leik í Northside Charity Challenge mótinu í Danmörku. Axel lék hringina þrjá á 69, 70 og 72 höggum eða á fimm höggum undir pari. Axel endar mótið í 30. sæti. Það var Oliver Lindell frá Finlandi sem lék á 18 höggum undir pari og sigraði með einu höggi.

Go to Top