Kvennanefnd

Elín Soffía Harðardóttir var formaður kvennanefndar og með henni störfuðu Kristín Geirsdóttir, Nína Edvardsdóttir, Rósa Lyng Svavarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir og Sigurlaug Jóhannsdóttir.

Starfið var eins og alltaf í miklum blóma. Mótin voru 8 talsins á mótaröðinni auk þess sem hið árlega kvennamót Keiliskvenna var haldið með pompi og prakt þann 6. ágúst. Eins og undanfarin ár þá var haldið til Borgarness í hina árlegu haustferð Keiliskvenna þar sem gleðin ríkti alls ríkjum. Kvennanefndin mun haldast óbreytt á komandi ári og heldur áfram að gera vel.