Leiknir hringir

Samkvæmt rástímaskráningu voru leiknir 35.716 hringir á Hvaleyrarvelli í sumar. Á árinu 2021 voru leiknir 35.468 hringir og má því segja að sumarið í ár hafi verið “á pari” við árið á undan. Nýting rástíma var gríðarleg. Þegar litið er til rástíma milli 9:00 og 17:00, sem er klárlega sá tími sem hvað mest er að gera á vellinum, að þá er verið að nýta 80% rástíma á þessu bili. Gríðarleg bæting var á staðfestum hringum á Hvaleyrarvelli þetta árið. 92,5% af rástímum félagsmanna voru staðfestir, sem er frábær þróun úr 75% árið áður. Til þess má geta að um 500 félagar spiluðu 20 eða fleiri hringi á Hvaleyrarvelli, sem verður að teljast merki um að félagar okkar eru virkir kylfingar.

Á Sveinkotsvelli var aðsóknin með ágætum, voru leiknir 8.711 hringir sem er um 13% minna en í fyrra.

Hvaleyrarvöllur - Leiknir hringir

Sveinskotsvöllur - Leiknir hringir