Félagslíf

Már Sveinbjörnsson hélt áfram störfum sínum sem Formaður starfs eldri Kylfinga og með honum þau Lucinda Grímsdóttir, Björk Ingvarsdóttir, Erna Jónsdóttir og Gunnar Hjaltalín. Upphaflega var mótaröðin ætluð fyrir Keilisfélaga 67 ára og eldri, en 3. Júní var ákveðið að víkka hópinn og bjóða þeim sem hafa náð 65 ára aldri velkomin í hópinn.

74 kylfingar tóku þátt í mótaröðinni í ár og er það á pari við fjöldann frá því í fyrra. Mótaröðinni var síðan slúttað með veglegu lokahófi þann 14. september.