Fólkið á Hvaleyri

Á aðalfundi Keilis sem haldinn var í Golfskála Keilis þriðjudaginn 7. desember 2021 var stjórn þannig kosin:

Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður til eins árs.

Kosið var til stjórnar um 3 sæti til tveggja ára og voru Bjarni Þór Gunnlaugsson, Már Sveinbjörnsson og Daði Janusson kosnir.

Fyrir í stjórn voru, Sveinn Sigurbergsson, Ellý Erlingsdóttir og Guðmundur Örn Óskarsson

Stjórn Keilis var því þannig skipuð á starfsárinu:

  • Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður
  • Ellý Erlingsdóttir varaformaður
  • Már Sveinbjörnsson ritari
  • Guðmundur Óskarsson gjaldkeri
  • Bjarni Þór Gunnlaugsson meðstjórnandi
  • Daði Janusson meðstjórnandi
  • Sveinn Sigurbergsson meðstjórnandi

Skoðunarmenn ársreiknings:

Aðalmaður, Jón Hákon Hjaltalín og til vara Sigurður T Sigurðsson.

Á starfsárinu voru haldnir 8 formlegir stjórnarfundir, auk fjölmargra nefndafunda og annarra vinnufunda.

Í upphafi starfsársins 2022 voru 1.628 félagar í Golfklúbbnum Keili, en í lok árs eru þeir 1.661. Þar af eru 361 félagar skráðir á Sveinskotsvöll. Í ár fjölgaði félögum um 33.

97 manns hafa sótt um fyrir 2023.

Heilsárstarfsmenn

Framkvæmdastjóri: Ólafur Þór Ágústsson.
Yfirvallarstjóri: Guðbjartur Ísak Ásgeirsson.
Vallarstjóri: Haukur Jónsson.
Aðstoðarvallarstjóri: Rúnar Gunnarsson
Skrifstofa: Davíð Kristján Hreiðarsson
Þjónustustjóri: Vikar Jónasson
Íþróttastjóri: Karl Ómar Karlsson
Þjálfari: Jóhann Hjaltason
Verkstæði: Sigursveinn Guðjónsson

Aðrir vallarstarfsmenn

Breytingar urðu á fastráðnum starfsmönnum á vellinum en Christopher Elrick lét af störfum hjá klúbbnum í vor. Christopher sem starfaði sem vélvirki hjá klúbbnum starfar nú sem vallarstjóri hjá Golklúbbi Brautarholts og óskum við honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Í hans stað var ráðinn Sigursveinn Guðjónsson, vélvirkjameistari, og hóf hann störf hjá klúbbnum um miðjan maí.

Auk fastamanna var Ingibergur Alex við vinnu á vellinum veturinn 2021/2022.

Í sumar fór Ingibergur svo ásamt Helga Val, sem einnig hefur unnið hjá klúbbnum síðustu sumur, í grasvallanám til Svíþjóðar á vegum Samtaka Evrópskra golfvallarstarfsmanna, FEGGA. Náminu sem var bæði verklegt og bóklegt, báru þeir góða söguna og er Ingibergur nú kominn aftur til starfa hjá okkur.

Þar sem veður hefur verið gott í vetur og verkefni mörg, höfum við notið starfskrafta tveggja aukamanna á vellinum. Bjarka Freys, sem unnið hefur á vellinum mörg sumur og Sigurþórs Jónssonar sem sá um golfvöllinn í Grundarfirði sl. sumar.

Úthlutun starfsmanna til klúbbsins frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar var í takti við síðustu ár. Upphaflega fjölgaði starfsmönnum til klúbbsins vegna áhrifa Covid en ljóst er orðið að aukningin hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á rekstur vallanna okkar og vonumst við innilega til þess að slík starfsmannamál haldist í réttum farvegi.

Alls voru 21 starfsmenn á vellinum í sumar og þar af 17 með tímabundna ráðningu.

Starfsmenn með tímabundna ráðningu árið 2022 voru:

Atli Hrafnkelsson
Anton Orri Granz
Andri Freyr Torfason
Andri Freyr Baldursson
Bjarki Freyr Ragnarsson
Daníel Andri Styrmisson
Gísli Rúnar Jóhannsson
Jón Örn Ingólfsson
Kristján Hrafn Ágústsson
Kristófer Kári Þorsteinsson
Krummi Týr Gíslason
Matthías Máni Örvarsson
Róbert Andri Árnason
Sindri Snær Björnsson
Sverrir Leó Ólafsson
Þorgeir Sær Gíslason

Eftirlitsmenn og ræsar

Óliver Líndal Brynjólfsson, Georg Fannar Jóhannsson, Jóhann Kristinsson, Ágúst Húbertsson, Hallgrímur Hallgrímsson og Guðbjartur Þormóðsson.

Starfsfólk í golfvöruverslun

Breki Víðisson, Karítas Ósk Tynes Jónsdóttir, Arnbjörg Guðný Atladóttir og Erlingur Atli Atlason.

Starfsfólk í Hraunkoti

Arnbjörg Guðný Atladóttir, Yrsa Katrín Karlsdóttir, Karítas Ósk Tynes Jónsdóttir, Stefán Atli Hjörleifsson, Steingrímur Daði Kristjánsson, Hlynur Blær Sigurðsson og Aron Atli Bergmann Valtýsson

Þjónustusamningar

220 Second Edition ehf: Eldhús, veitingar
Vetraræstingar, Anna María Agnarsdóttir og Hallgerður Thorlacius
Ræstingar, Sólar ehf.

Nefndir (sbr skilgreind svið)

Íþróttanefnd (Forgjafarnefnd, Nýliðanefnd)

Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis, Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdarstjóri Keilis, Sveinn Sigurbergsson sem er í stjórn Keilis, Ægir Örn Sigurgeirsson var tengiliður við íþróttanefnd Keilis frá foreldraráði og Ásgeir Örvar Stefánsson

Rekstrarnefnd (Kappleikjanefnd)

Guðmundur Óskarsson, Már Sveinbjörnsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Ágústsson.

Mannvirkjanefnd (Vallarnefnd)

Sveinn Sigurbergsson, Ólafur Þór Ágústsson, Guðmundur Óskarsson, Bjarni Þór Gunnlaugsson Ellý Erlingsdóttir, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Haukur Jónsson.

Markaðsnefnd (Skemmtinefnd)

Daði Janusson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Ólafur Þór Ágústsson

Öldunganefnd 50+

Hörður Hinrik Arnarsson og Anna Snædís Sigmarsdóttir

Öldunganefnd 67+

Már Sveinbjörnsson (formaður), Lucinda Grímsdóttir, Björk Ingvarsdóttir, Erna Jónsdóttir og Gunnar Hjaltalín.

Aganefnd

Hálfdan Þór Karlsson.

Orðunefnd

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason og Ágúst Húbertsson.

Kvennanefnd

Elín Soffía Harðardóttir var formaður kvennanefndar og með henni störfuðu Kristín Geirsdóttir, Nína Edvardsdóttir, Rósa Lyng Svavarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir og Sigurlaug Jóhannsdóttir.

Laganefnd

Karl Ó Karlsson og Jóhann Níelsson.

Foreldraráð

Nína Snorradóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, Rannveig Aðalheiður Oddgeirsdóttir, Kjartan Drafnarson, Kjartan Ágúst Valsson, Sandra Halldórsdóttir, Rut Sig., Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Ásgeir Örvar Stefánsson og Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis.