Skemmtanir

Jónsmessan var haldin í 55. sinn þann 11. júní. Mót þetta hefur fest sig í sessi Keilismanna og er ávallt vel mætt í þetta flotta mót. Mæting í ár var aldeilis með besta móti en alls tóku 110 manns þátt í ár.

Mótahaldinu lauk síðan eins og undanfarin ár á Bændaglímunni. 76 kylfingar skráðu sig til leiks að þessu sinni og voru bændurnir í ár þau Friðrik G Sturluson og Silja Rún Gunnlaugsdóttir. Liðin þeirra tókust vel á á meðan keppni stóð og að leikslokum var slegið upp í heljarinnar veislu þar sem Hafsteinn vert eldaði ofan í alla og bændurnir fluttu skemmtiatriði.