Afrekskylfingar Keilis

Kylfingar Keilis erlendis

Í ár eru einn kylfingur sem eru í háskólanámi í USA. Það er Birgir Björn Magnússon sem stundar nám í Southern Illinois skólanum. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á Shark Invitational mótinu sem fram fór í Brookville vellinum í New York í apríl í ár.

Markús Marelsson 15 ára kylfingur í Golfklúbbnum Keili sigraði á golfmóti sem er á British junior mótaröðinni sem haldið var í apríl.

Leikið var af hvítum teigum á Witney Lakes vellinum í Oxfordshire sem er PAR 71.

Axel Bóasson gerði sér lítið fyrir og sigraði á Rewell Elisefarm Challenge mótinu á Nordic league mótaröðinni sem fram fór í Svíþjóð dagana 10.-12. maí.

Hann lék hringina þrjá á 7 höggum undir pari eða 68-68-73 og sigraði með tveimur höggum.

Atvinnumenn Keilis

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu 2022.

Guðrún er í 162. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar og er í sæti 779 (649 í fyrra) á heimslista atvinnukvenna í golfi.

Guðrún Brá er í þessum töluðu orðum að undirbúa sig fyrir því að halda keppnisrétti sínum á atvinnumannamótaröðinni í Evrópu á næsta ári. Mótið fer fram á La Manga á Spáni dagana 17.-21. desember.

Axel Bóasson lék sem atvinnumaður í golfi og er á sínu sjöunda ári sem atvinnumaður. Hann leikur á Nordic golf league mótaröðinni og endaði í 14. sæti samanlagt þar sem fimm efstu sætin hefðu hleypt honum á Áskorendamótaröðina. Hann tók þátt í 19 verkefnum á þessu keppnisári erlendis og tók þátt í verkefnum hér heima í sumar.

Gísli Sveinbergsson er atvinnukylfingur Keilis í golfi frá því sl.haust. Hann ásamt Axel var með fulla aðild að Nordic golf league mótaröðinni sem hófst í febrúar á árinu.

Styrktarsjóður atvinnukylfinga Keilis var stofnaður á árinu. Markmið hans er að styðja við bakið á bestu kylfingum Keilis og hvetja þau til dáða.

Auk þess koma þau að þjálfun og kennslu barna, ungmenna og afreksstarfi Keilis.

Landslið Íslands

Þrír kylfingar frá Keili voru valdir til að taka þátt í ýmsum verkefnum á vegum GSÍ fyrir árið 2022:

Daníel Ísak Steinarsson, Hjalti Jóhannsson, Markús Marelsson.

Í landslið eldri kylfinga voru valin: Þórdís Geirsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir og Ásgeir Jón Guðbjartsson og Halldór Ásgrímur Ingólfsson.