Tilnefningar til íþróttamanns Hafnarfjarðar vegna íþrótta og viðurkenningarhátíðar fyrir árið 2022

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu.

Guðrúnu Brá tók þátt sextán mótum á árinu. Hennar besti árangur var 10. sæti á ATS mótinu í Bangkok í maí. Í dag er Guðrún 162. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar eins og staðan er í dag þarf að fara í fyrir lokamótið og er í sæti 649 (949 í fyrra) á heimslista atvinnukvenna í golfi.

Axel Bóasson er einn af bestu kylfingunum á Íslandi í dag og leikur á Nordic league mótaröðinni.

Axel Bóasson gerði sér lítið fyrir og sigraði á Rewell Elisefarm Challenge mótinu á Nordic league mótaröðinni sem fram fór í Svíþjóð dagana 10.-12. maí.

Hann lék hringina þrjá á 7 höggum undir pari eða 68-68-73 og sigraði með tveimur höggum.

Guðrún Brá og Axel Bóa eru góðar fyrirmyndir innan vallar sem utan og tilnefnir Golfklúbburinn Keilir þau með stolti til að verða íþróttakona og -íþróttakarl Hafnarfjarðar fyrir árið 2022.