Golfleikjaskóli Keilis

Golfleikjaskóli Keilis starfaði í sumar með breyttu sniði. Skólinn var eingöngu fyrir hádegi eða frá kl. 9:00 til 12:00. Fyrir vikið voru færri einstaklingar heldur en árin á undan.  

Skólinn í ár gekk mjög vel og voru skráningar yfir 160 talsins. Leiðbeinendur sem störfuðu við skólann voru tuttugu talsins.

Skólastjóri var Karl Ómar íþróttasjóri Keilis og auk þess sem Bjarki Snær Halldórsson og Svanberg Addi  Stefánsson sáu um að allt gengi vel fyrir sig.

Markmið skólans er að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð og það er gaman að leika golf. Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga og leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli.

Öll kennsla er í formi þrauta og golfleikja og er lögð áhersla á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir krökkunum.

Skólinn hefur verið mikil stökkpallur fyrir þau sem hafa áhuga á því að byrja að æfa golf og taka þátt í barnastarfi og íþróttastarfi Keilis. Keilir hefur fengið ansi marga krakka til að byrja að æfa golf og að gerast kylfingar.