Mótahald 2022

Mótahald í sumar var með hefðbundnu sniði, 6 opin mót voru haldin á Hvaleyrarvelli og var vel mætt í öll þeirra.

Meistaramótið var haldið 3-9 júlí. Mótið var að sjálfsögðu hápunktur sumarsins og alls tóku 336 kylfingar þátt í gleðinni sem fylgir þessu móti. Mótið fór vel af stað en veðurguðirnir höfðu sitt að segja þegar leið fór á vikuna og því þurfti að aflýsa einum keppnisdegi. Þrátt fyrir þessa hnökra gekk mótið vel í heild sinni og var mótið gert upp með glæsilegu lokahófi.

Mikið umstang fylgir svo stóru móti eins og Meistaramótið er. Vallarstarfsmenn eiga mikið hrós skilið sem og allir, starfsmenn og sjálfboðaliðar, sem koma nálægt þessu móti. Keilir þakkar öllum keppendum fyrir þáttökuna og sendir öllum verðlaunahöfum innilegar hamingjuóskir.