Hvaleyrarbikarinn
Á nýliðnu ári var í annað skiptið haldið á heimavelli okkar nýtt mót sem hefur hlotið nafnið Hvaleyrarbikarinn. Mótið var í ár haldið aftur í frábæru samstarfi við Borgun. Mótið er og verður hluti Eimskipsmótaraðarinnar og er stefna okkar hér að það verði fastur liður í mótahaldi okkar Keilismanna. Þetta mót er ólíkt mótum undanfarinna ára að því leiti að því er eignaður fastur tími á ári hverju þ.e. um miðjan Júlí. Mótið tókst aftur frábærlega í alla staði, völlurinn skartaði sínu fegursta og skor leikmanna voru mjög góð. Sigurvegarar í þetta skiptið voru Vikar Jónasson og Karen Guðnadóttir. Þeirra nöfn verða á Hvaleyrarbikarnum um alla framtíð.
Við í stjórn Keilis erum sannfærð um það að fámenn mót sem mynda má sterka hefð um, mót sem einungis alsterkustu kylfingar landsins leika í keppni við erlenda boðsgesti sé rétta leiðin til framtíðar. Hvaleyrarbikarinn mun þannig öðlast fastan sess og tryggja aukin gæði mótahalds á Íslandi til framtíðar. Hvaleyrarbikarinn er afsprengi mikillar vinnu sem farið var í til að enduskipuleggja mótahald hjá golfsambandinu.