Félagslíf

Kvennastarf

Í kvennanefnd árið 2017 sátu Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður, Matthildur Helgadóttir gjaldkeri, Agla Hreiðarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Svava Skúladóttir en inn í nefndina fyrir starfsárið 2018 komu Dagbjört Bjarnadóttir og Elín Harðardóttir.

Púttmót og vorfagnaður

Starfsárið var með hefðbundnu sniði,  Púttmótaröðin var á sínum stað en í heildina tóku 64 konur þátt í átta mótum og spiluðu þær 396 hringi samtals.  Vorfagnaður var svo haldin 17.mars þar sem Þórdís Geirsdóttir var krýndur púttmeistari ársins auk þess sem komandi golfvori var fagnað.

Vormót

Vormótið var haldið í Leirunni að þessu sinni og var fjölmennt í rútu þann 26. maí.  Keiliskonur skemmtu sér að venju vel og áttu góðan dag. 

Opið kvennamót Altis

Annað árið í röð stóð kvennanefnd í samstarfi við Altis fyrir Opnu móti á Hvaleyrarvelli og var mótið haldið þann 12.ágúst. Mótið tókst vel í alla staði og var kvennanefndin mætt í skúrinn til að skenkja freyðivín og bjóða uppá makkarónur, þetta mót er klárlega komið til að vera og verður það á dagskrá á sama tíma að ári. 

Haustferð

Að þessu sinni var haustferðin farin til Vestmannaeyja.  Ryder keppnin var á sínum stað og sigraði USA að þessu sinni en Keilistíkin árið 2017 er Guðrún Einarsdóttir.  Keiliskonur fengu sannarlega að finna fyrir veðurguðunum í þessari ferð en létu það lítið á sig fá enda vanar öllu. 

Mótaröð og vinkvennamót

Fyrsta mót sumarsins var 17.maí en alls voru spiluð átta mót, 101 kona tóku þátt og spiluðu þær samtals  331 hring. Sigurvegari í forgjafaflokki 0-18,1 var Þórdís Geirsdóttir og í forgjafaflokki 18,1-34,4 var Dagmar Sigurlaug Gunnarsdóttir.  Að venju taldi vinkvennamót við GO sem haldið er á Hvaleyrarvelli inn í mótaröðina sem níunda mótið en Keiliskonur heimsóttu svo Urriðavöll og tóku enn og aftur bikarinn með sér heim.  Formlegri dagskrá var svo lokið með Haustfagnaði þann 27.september.

Kvennanefndin þakkar öllum þeim konum sem tóku þátt fyrir frábært ár og hlökkum til nýrra ævintýra.

 

Heimasíða

Á síðast ári var tekin í notkun ný heimasíða klúbbsins. Fyrir því verkefni fóru þeir Kashmír bræður Daníel Rúnarsson og Daði Janusson. Í nútímaheim er nauðsynlegt að uppfæra síður á ekki meira enn 3-5 ára fresti. Síðan var öll einfölduð og nýjasta tækni notuð við lestur hennar og uppsetningu. Má segja að í þessum heimi heimsíðna gerist tískusveiflurnar hratt og oft. Útkomun má sjá daglega á keilir.is. 

Instagram

Instagram síða okkar heldur áfram að safna fylgjendum, sérstaklega á meða erlendra kylfinga og eru fjölmargir sem fylgjast með henni. Helga Guðmundsdóttir hefur haft yfirumsjón með síðunni og passað að þangað rati myndir sem eiga vel við rekstur okkar á hverjum tíma. Slóðin okkar er #keilirgolf

Stækkun golfskálans

Það var strax á haustdögum 2016 sem ákvörðun var tekin að stækka þyrfti golfskálann okkar til við gætum haldið Íslandsmót í golfi á þann veg sem við vildum. Sótt var um styrk til Mennta og menningarmálaráðuneytisins um styrk til aðstöðu uppbyggingar vegna Íslandsmóts í golfi 2017. Það er talsverð hefð komið fyrir því að golfklúbbar fyrir utan höfuðborgarsvæðið fái styrk til þessa. Það var því ekki í vísan að róa í þeim málum. Í janúar 2017 kom svar frá ráðuneyti að við hefðum fengið 2 miljóna styrk til verksins og var því hafist handa við að loka undir svalirnar báðum meginn við veislusalinn. Til verksins var ráðinn arkitekt Halli Friðgeirs og hann ásamt Brynju og Óla Þór voru teymið sem mynduðu bygginganefnd um stækkun skálans. Útkomuna þekkja allir félagsmenn og sést í mikilli ánægju félagsmanna á breytingunum einsog kemur fram í viðhorfskönnun Keilis fyrir árið í ár. Virkilega skemmtilegt verkefni sem við munum öll njóta til margra ára.

Golfklúbburinn Keilir 50 ára – afmælisárið

Nú er að ljúka miklu afmælisári hjá okkur í Keili, í upphafi árs var skipuð afmælisnefnd og hana skipuðu. Arnar Borgar Atlason, Ólafur Þór Ágústsson, Daði Janusson, Inga Magnúsdóttir og Hallgrímur Ólafsson.

Nefndin skipulagði árið og ákvað að leggja áherslu á nokkra viðburði sem framundan voru á afmælisárinu. Nefndinni fannst það skipta miklu máli að eiga tækifæri á að fagna með sem flestum og var niðurstaðan að halda opin dag fyrir bæjarbúa ásamt hefðbundinni afmælisveislu í golfskála Keilis, var það fyrsti fasi í hátíðarhöldunum.

Opni dagurinn var vel auglýstur á meðal bæjarbúa og var sent dreifibréf í allan Hafnarfjörð þar sem öllum var boðið á fjölskylduhátið í Hraunkoti þann 6. maí. Boðið var uppá ókeypis golfkennslu fyrir alla, leikir, SNAG golfkennsla og þrautir fyrir yngsta hópinn, þá var hoppukastalinn á svæðinu, grillaðar pylsur og “candyfloss”. Íþróttaálfurinn kom í heimsókn sem skemmti ungviðinu einnig. Það er skemmst frá því að segja að nefndin krosslagði fingur um gott veður og góða mætingu. Er 6. Maí rann upp var það fyrsti sumardagurinn á árinu, dúnalogn, sól og hiti langt yfir meðaltali árstímans. Það má því með sanni segja að frumkvöðlar Keilis og veðurguðir vöktu yfir afmælisbarninu á þessum degi. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og streymdi fólk á svæðið allan tímann sem svæðið var opið, yfir 250 manns sóttu okkur heim.

Án afrekshóps okkar og golfkennara hefði þetta aldrei verið hægt og eiga þau miklar þakkir skyldar fyrir gott skipulag og góða upplifun þátttakenda á opna deginum.

Á sama tíma og opni dagurinn fór fram var haldin hefðbundnari afmælisveisla þar sem stjórn, golfklúbbar, GSÍ og aðrir boðsgestir voru mættir til veislu. Einsog lög gera ráð fyrir voru afhent heiðursmerki klúbbsins í veislunni og voru þessir einstaklingar heiðraðir:

Silfurmerki

Magnús Hjörleifsson
Gunnar Þór Halldórsson
Ásgeir Jón Guðbjartsson
Daníel Rúnarsson

Brynja Þórhallsdóttir
Birgir Vestmar Björnsson
Bjarni Þór Hannesson
Kristinn Kristinsson

Már Sveinbjörnsson
Hörður Geirsson
Guðlaugur Georgsson
Steindór Eiðsson.

Hörður Hinrik Arnarson

Magnús Birgisson

 

Gullmerki

Axel Bóasson

Signý Arnórsdóttir

Arnar Már Ólafsson

Guðbrandur Sigurbergsson

Hörður Þorsteinsson

Baldvin Jóhannsson afhent á Meistaramótshófi Keilis

  

Í tilefni þess að Meistarmót Keilis var haldið í 50 skiptið var einnig lögð áhersla á sérstaklega veglegt lokahóf í nýjum stækkuðum golfskála okkar Keilismanna, enda var afmælisnefndin vel skipuð fólki til að setja saman mikla hátið. Hallgrímur Ólafsson sem er landsþekktur skemmtikraftur hafði það á sínum snærum að safna saman tónlistarfólki og hlaut hann liðsinnis frá Friðriki G Sturlusyni sálarmanni. Sett var saman hljómsveit sem samanstóð af mörgum okkar bestu tónlistarmönnum landsins og lék hún fram á rauða nótt. Gífurlegt fjölmenni var mætt og skemmtu allir sér konunglega. Hljómsveitina skipuðu meðal annars Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Hallgrímur Ólafsson, Eysteinn Eysteinsson, Friðrik G Sturlusson og

Afmælisnefndin var með á sinni könnu að skipuleggja opnunarpartíý á stækkun golfvallarins, og var ákveðið að bjóða félagsmönnum, starfsfólki frá öðrum golfvöllum, bæjarstjóra og bæjarstjórn til opnunarinnar. Það má segja að veðurguðirnir hafi ekki verið í jafn góðu skapi þennan daginn einsog á afmælishátiðinni þann 6. maí.

Axel Bóason lék allar brautirnar og sýndi gestum hvernig best er að leika þær ásamt því að Haraldur L Haraldsson bæjarstjóri vígði með því að slá fyrsta höggið á 13 brautinni, Rósa Guðbjartsdóttir formaður Bæjarráðs á 14 brautinni. og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips vígði 15 brautina.

Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður, vind og sudda þá mættu fjölmargir til að vera viðstaddir við vígsluna og var öllum boðið til morgunverðar eftir labbitúrinn í golfskála Keilis.

Þetta voru þeir þrír aðalatburðir sem nefndin skipulagði og eru þeim sérstaklega þökkuð góð störf og skipulag í kringum allt saman. 

50 ára afmælisrit Keilis

Undirbúningur að ritun sögu golfklúbbsins Keilis hófst fyrir tveimur árum síðan. Ráðin var til verksins Jóhann Guðni Reynisson og var strax ákveðið að leggja áherslu á fyrstu 10 árin.

Er þar fjallað um aðdragandann, stofnunina og starfsemina 1967-1977. Höfundurinn Jóhann Guðni Reynisson hljót liðsinnis Magnúsar Hjörleifssonar sem sá um myndasöfnun og Gunnar Þór Halldórsson braut um og hannaði útlit. Bókin var eingöngu gefin út á rafrænu formi og má nálgast hana á vef Keilis, keilirar2018.wpengine.com.

Það er klárt mál að þetta er einungis fyrsti kaflinn í stærri og veglegri bók sem mun spanna öll 50 ár klúbbsins, enn það var mat manna að gott tækifæri væri að rita þessa sögu mjög ítarlega þar sem margir af frumkvöðlum Keilis eru enn á lífi og við góða heilsu. Jónas Aðalsteinsson fyrsti formaður Keilis reyndist ómetanleg heimild og var virkilega gaman að geta kallað saman suma af stofnendum Keilis til að ráðfæra sig við. Ákveðið var að efna til samtals við hóp stofnenda og fyrstu meðlima í klúbbnum. Inga Magnúsdótti, Sigurður Héðinsson, Jón Boði Björnsson, Jónas Aðalsteinsson, Sveinn Snorrason og Jóhann Níelsson komu saman á köldum vetradegi og áttu virkilega gott spjall og rifjuðu upp skemmmtileg atvik með höfundi bókarinnar.