Þjálfarar

Björgvin Sigurbergsson er yfirþjálfari Keilis. Hann útskrifaðist árið 2009 frá íslenska golfkennaraskólanum. Hann er gamall afrekskylfingur klúbbsins og fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi auk þess að hafa verið landsliðsmaður í golfi í mörg ár.

Björgvin hefur þjálfað og kennt golf í mörg ár og hafa margir afreksskylfingar GK verið þjálfaðir af honum.

Björgvin Sigurbergsson er aðstoðarþjálfari hjá Jussa Pitkanen afreksstjóra GSÍ. 

Karl Ómar Karlsson er íþróttastjóri Keilis og menntaður PGA golfkennari frá Svíþjóð. Karl er kennaramenntaður og hefur hann lagt sig fram um að mennta sig sem allra mest í viðbót við sína menntun. Karl er formaður PGA á Íslandi og einnig er hann í skólanefnd golfkennaraskólans sem sér um allt nám golfkennara á Íslandi.

Karl Ómar útskrifaðist frá sænska golfkennaraskólanum árið 2003. Hann hefur unnið við golfkennslu og þjálfun í mörg ár eða frá árinu 1985 á hinum ýmsu sviðum íþróttarinnar. Hann er einnig með héraðsdómararéttindi í golfi og hefur starfað við ýmis verkefni og þjálfun á vegum Golfsambands Íslands.

Karl og Björgvin sjá um alla þjálfun og kennslu hjá börnum og ungmennum, afreks- og afreksefnakylfingum golfklúbbins auk þess að kenna félagsmönnum golfklúbbsins.

Íþróttastarf er uppeldisstarf. Þar læra börn og unglingar og aðrir kylfingar að fylgja settum reglum og tileinka sér hollar lífsvenjur.

Íþróttaþjálfarar og foreldrar hafa því mikilvægu uppeldishlutverki að gegna. Mikilvægt er að þau séu meðvitaðir um þetta hlutverk og séu vel undir það búnir. Allt sem þeir segja og gera felur í sér skilaboð til krakkana.

Skýr stefna er mikilvægt verkfæri til að ná sem bestum árangri bæði á sviði golfíþróttarinnar og við uppeldisstarf.