Almennir félagsmenn

Þann 1. júlí urðu breytingar á golfæfingavæði Keilis í Hraunkoti varðandi áherslur í almennu starfi fyrir félagsmenn Keilis og aðra kylfinga.

Golfklúbburinn Keilir gerði samkomulag við Karen Sævarsdóttur, Björn Kristinn Björnsson, Birgi Vestmar Björnsson og Magnús Birgisson golfkennara.

Þau munu kenna undir merkjum Golfakademíu Keilis og bjóða upp á kennslu- og námskeið við allra hæfi og fyrir hvaða getustig sem er.

Einnig mun Birgir Vestmar sem er vottaður kylfusmiður halda áfram að sérsmíða kylfur og bjóða upp á viðgerðir á kylfum hjá golfkylfur.is

Golfkennarar golfakademíu Keilis búa yfir mikillri reynslu af golfþjálfun og kennslu fyrir alla, fyrir kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og til afrekskylfinga á mótaröðum atvinnumanna.

  • Efla allt starf og þjónustu í kringum félagsmenn Keilis.
  • Bjóða upp á golfnámskeið og vera með kennslu, þjálfun og fræðslu.
  • Taka vel á móti nýjum félögum hjá Keili með bóklegu og verklegu námskeiðum.
  • Hvetja almenning til að prófa og taka þátt í íþróttinni.
  • Bjóða upp á golfdaga fyrir fyrirtæki og fjölskyldur þeirra bæði á veturna og á sumrin.