Árangur í sumar
Íþróttalegur árangur Keilis hefur verið frábær undanfarin ár og var ekkert lát á titlum á árinu 2022.
Kylfingar frá Keili unnu fjóra íslandsmeistaratitla og tvo stigameistaratitla í sumar
Þórdís Geirsdóttir
Íslandsmeistari hjá konum 50 + án forgjafar árið 2022.
Þórdís vann sinn 8. Íslandsmeistaratitil í röð í sínum flokki og geri aðrir betur.
Elva María Jónsdóttir
Tvöfaldur íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í flokki 12 ára og yngri.
Máni Freyr Vigfússon
Íslandsmeistari í holukeppni 12 ára og yngri
2. sæti sem stigameistari í flokki 12 ára og yngri.
Þórdís Geirsdóttir
Stigameistari kvenna 50 + án forgjafar árið 2022
Elva María Jónsdóttir
Stigameistari stelpna í flokki 12 ára og yngri 2022
Íslandsmót liða frá Keili
Á Íslandsmóti liða 14 ára og yngri var stelpusveitin hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli.
Silfurverðlaunalið GK/GSE var þannig skipað: Lovísa Hulda Gunnarsdóttir, Sigurást Júlía Arnarsdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Elva María Jónsdóttir, Tinna Alexía Harðardóttir og Guðrún Lilja Thorarensen.
Á Íslandsmóti liða 14 ára og yngri var strákasveitin í 3. sæti.
Bronsverðlaunalið GK-Hvaleyrin var þannig skipað: Máni Freyr Vigfússon, Óliver Elí Björnsson, Halldór Jóhannsson, Víkingur Eyjólfsson, Viktor Tumi Valdimarsson.
Á Íslandsmóti liða 16 ára og yngri var strákasveitin í 3 sæti
Bronsverðlaunalið GK var þannig skipað: Markús Marelsson, Hjalti Jóhannsson, Birkir Thor Kristinsson, Andri Snær Gunnarsson, Ragnar Áki Kristjánsson, Sören Cole K. Heiðuson.
Í sumar var Íslandsmót liða 12 ára og yngri og sendi Keilir fimm sveitir til leiks og voru sér og sínum til mikils sóma. Keilir sendi flestar sveitir til keppni og voru með lið í öllum deildum.
Leikið var á þremur völlum og var byrjað að leika á Korpúlfstaðavelli. Annar hringur var leikin í Sveinskotsvelli og þriðji og síðasti dagur var leikin á Bakkakoti hjá Gmos. Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi.
Keiliskrakkarnir náðu frábærum árangri og má með sanni nefna það að framtíðin er björt og starfið í blóma.
Alls var leikið í fimm deildum, samtals 22 lið og 110 keppendur.
Hvíta deildin
Keilir 4. sæti. Liðið var þannig skipað: Máni Freyr Vigfússon, Halldór Jóhannsson, Arnar Freyr Jóhannsson, Flosi Freyr Ingvarsson og Þorsteinn Bragi Einarsson.
Gula deildin
Keilir 4. sæti. Liðið var skipað þeim: Jón Ómar Sveinsson, Jakob Daði Gunnlaugsson, Aron Snær Kjartansson, Ýmir Eðvarðsson, Arnar Logason og Styrmir Hafnfjörð Tryggvason.
Bláa deildin
Keilir 2. sæti. María Högnadóttir, Fjóla Huld Daðadóttir, Guðrún Lilja Thorarensen, Sara Birna Guðjónsdóttir og Elva María Jónsdóttir.
Rauða deildin
Keilir 3. sæti. Ester Ýr Ásgeirsdóttir, Hrefna Líf Steinsdóttir, Brynja Maren Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Heiða María Jónsdóttir og María Aðalheiður Thorarensen.
Græna deildin
Keilir 1. sæti. Dagur Emil Gunnarsson, Hilmir Ingvi Heimisson, Brimir Leó Bjarnason, Sindri Freyr Eyþórsson, Davíð Steinberg Davíðsson og Þórður Bjarki Arnarsson.
Keilir óskar ykkur öllum innilega til hamingju með frábæran árangur í sumar.
Liðskipan Keiliskylfinga á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild var þannig:
Kvennalið Keilis lék á Korpunni og á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Anna Sólveig Snorradóttir, Bryndís María Ragnarsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Marianna Ulriksen, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og Þóra Kristín Ragnarsdóttir.
Liðsstjóri var Sigurlaug Rún Jónsdóttir
Keilisstelpur enduðu í 4. sæti.
Keilir leikur í 1. deild karla að ári eftir að hafa sigrað í Öndverðarsnesi.
Liðið var skipað: Axel Bóasson, Birgir Björn Magnússon, Halldór Bjarki Halldórsson, Svanberg Addi Stefánnson, Markús Marelsson, Gísli Sveinbergsson, Daníel Ísak Steinarsson. Liðstjóri var Ólafur Þór Ágústsson.
Liðakeppni 50 ára og eldri
Íslandsmót liða fyrir kylfinga 50 ára lék á Leirunni. Liðið var þannig skipað:
Kristín Sgurbergsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Margrét Berg Theodórsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Kristjana Aradóttir. Liðstjóri var Karen Sævarsdóttir.
Stelpurnar enduðu í 2. sæti eftir úrslitaleik á móti GR.
Karlalið Keilis keppti í Borgarnesi. Liðið var skipað:
Ásgeir Guðbjartsson, Björn Knútsson, Gunnar Þór Halldórsson, Halldór Ingólfsson, Hálfdán Þórðarson, Jón Erling Ragnarsson, Björgvin Sigurbergsson og Hörður Arnarsson sem einnig er liðstjóri.
Keilir endaði í 5. sæti.
Liðakeppni 65 ára og eldri
Keilir sendi lið í liðakeppni 65 ára og eldri sem leikið var 10.-11. ágúst.
Kvennalið Keilis sem lék á Nesvellinum var skipað:
Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, Sólveig Björk Jakobsdóttir, Guðrún Ágústa Eggertsdóttir, Ágústa Sveinsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Björk Ingvarsdóttir og Inga Magnúsdóttir sem var liðstjóri.
Liðið vann sinn riðil og endaði síðan í 4. sæti eftir hörkuleiki á móti Oddinum og Neskonum.
Karlalið Keilis lék á golfvelli golfklúbbs Öndverðarness.
Liði var skipað þeim: Tryggvi Þór Tryggvason, Axel Þórir Alfreðsson, Örn Bragason, Guðjón Sveinsson, Guðmundur Ágúst Guðmundsson og Hafþór Kristjánsson sem einnig var liðstjóri.
Keilir endaði í 3. sæti eftir leik á móti Oddinum.